top of page

Frá - skrifa eða valdu stað á korti

Til - skrifa eða veldu stað á korti

Leita

Fargjald í Strætó:

Farþegar bera ávallt ábyrgð á því að vera með gilt og rétt fargjald til greiðslu í Strætó. 

Vagnstjórum ber að innheimta fargjald frá farþega, ásamt því að fylgjast með hvort fargaldið er gilt

Ef farþegi verður uppvís að því að svindla á fargjaldi eða greiðir ekki tilsett fargjald er vagnstjóra skylt að vísa farþega úr vagninum.

Að gefnu tilefni ber að nefna að ef farþegi hefur orðið uppvís að því að hafa rangt við (svindla) með greiðslu fargjalds er vagnstjóra heimilt að vísa viðkomandi út þrátt fyrir að hann bjóðist til að greiða rétt fargjald eftir á.

Gjaldskrá fargjalds er í "Vefverslun" hér fyrir ofan.
 

Skiptimiði:

Skiptimiðinn er ígildi farmiða á því gjaldsvæði sem hann gildir og innan þeirra tímamarka sem á hann eru prentuð. Á höfuðborgarsvæðinu gilda skiptimiðar í 75 minútur en utan höfuðborgarsvæðisins gilda þeir í allt að 120 minútur.
Í flestum tilfellum afhendir vagnstjóri skiptimiða um leið og fargjald er greitt en á lengri áætlunarleiðum getur skiptimiði verið afhentur þegar farþeginn yfirgefur vagninn. Mikilvægt er að kanna strax hvort tímastimplun sé rétt. 

Ekki er hægt að fá skiptimiða fyrir annan skiptimiða.

Strætó bS

Þönglabakka 4 | Pósthólf 9140 | 109 Reykjavík | Sími 540 2700 | Fax 581 4626 | thjonustver@straeto.is 

bottom of page