
Frá - skrifa eða valdu stað á korti
Til - skrifa eða veldu stað á korti
Leita

Hópar í Strætó
Strætó mælist til þess að hópar ferðist á tímabilinu 9:00 - 15:30 (á virkum dögum). Sá tími er utan annatíma og því meiri líkur á nægu plássi. Aldrei er hægt að tryggja hópnum pláss fyrirfram, stundum eru margir hópar að ferðast á sama tíma og gæti þá hluti hóps þurft að taka sér far með næsta vagni.
Ef hópastærð fer yfir 20 manns og margir farþegar í vagninum mælist Strætó til að hópnum sé tví- eða þrískipt. Ekki er hægt að taka fleiri en tvo hópa í hverri ferð.
Sérstakir skilmálar gilda fyrir hópa sem ferðast með grunnskólakort, leikskólakort og ÍTR/ÍTK kort. Þeim sem nota þau kort ber að fara eftir skilmálum þeirra.
Grunnskólakort:
-
Leyfilegur notkunartími er virka daga kl. 9:00 - 15:30.
-
Leyfilegir notendur eru kennarar ásamt hópi nemenda. Lágmarksfjöldi nemenda eru 3 nemendur fyrir hvern kennara.
-
Einstaklingar mega EKKI nota kortið.
-
Ef fjöldi nemenda fer yfir 28 verður að tvískipta hópnum.
-
Aðeins einn hópur er leyfilegur í hverri brottför.
-
Kortið gildir á öllum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins.
-
Grunnskólakort veita ekki rétt til skiptimiða.
-
Misnotkun varðar sviptingu kortsins.
Leikskólakort:
-
Hvert leikskólakort gildir fyrir 1- 4 starfsmenn.
-
Einstaklingar mega EKKI nota kortið.
-
Hverjum starfsmanni eiga að fylgja að lágmarki 3 börn.
-
Leyfilegur notkunartími er virka daga kl. 9:00 - 15:30.
-
Leikskólakortin gilda aðeins á gjaldsvæði 1, þ.e. höfuðborgarsvæðinu.
-
Leikskólakortin veita ekki rétt til skiptimiða.
-
Misnotkun varðar sviptingu kortsins.
-
Ekkert hámark er varðandi fjölda í leikskólahóp
Frístundakort:
-
Kortin gilda fyrir hópstjóra ásamt flokki ungmenna.
-
Einstaklingar mega EKKI nota kortið.
-
Lágmarksfjöldi í flokk eru 3 ungmenni.
-
Ef hópur fer yfir 20 manns gæti þurft að tví- eða þrískipta hópnum (fer eftir aðstæðum hverju sinni, fjölda í vagni, o.þ.h. )
-
Kortin gilda eingöngu á gjaldsvæði 1.
-
Kortin veita ekki rétt til skiptimiða.
-
Misnotkun varðar sviptingu kortsins.