
Frá - skrifa eða valdu stað á korti
Til - skrifa eða veldu stað á korti
Leita

Tapað / fundið
Óskilamunir
Óskilamunum sem finnast í vögnum fyrirtækisins er safnað saman á skiptistöðinni á Hlemmi.
Farþegar sem telja sig hafa týnt munum í vögnunum geta hringt í síma 540-2707 eða komið á Hlemm og athugað hvort það sem tapast hefur hafi skilað sér þangað.
Gæslumaður á Hlemmi hefur umsjón með óskilamunum og er opið frá kl. 08:00 til 23:30 alla daga.
Munir sem finnast eru geymdir í hámark 1 mánuð hjá gæslumanni.
Glötuð kort / brotin kort
Ef kort týnist eða brotnar verður að sækja um nýtt kort. Það er gert með því að senda tölvupóst á kort@straeto.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn og kennitala og ástæða þess að sótt er um nýtt kort. Það þarf að ganga frá greiðslu áður en kortið er endurnýjað. Upplýsingar um hvernig hægt er að greiða verður sent eftir að búið er að tilkynna glatað kort.
Fyrir glötuð kort þarf að greiða umsýslugjald, 3.500 kr.
Ekki þarf að greiða fyrir brotin kort en skila verður brotunum um leið og nýja kortið er sótt.