top of page

Frá - skrifa eða valdu stað á korti

Til - skrifa eða veldu stað á korti

Leita

Hvað má fara með í strætó og hvað má ekki?

 

Heimilt er að ferðast með barnavagna og barnakerrur í vögnum strætó, meðan (og ef) rými leyfir.

 

Reiðhjól eru einnig leyfileg meðan (og ef) rými leyfir. 

 

Barnavagnar og hjólastólar hafa forgang og geta hjólreiðamenn þá átt það á hættu að vera vísað úr vagninum með hjól sín. 

Ef ekki er pláss fyr­ir hjólið þegar vagn­ar eða hjóla­stól­ar koma inn fá hjól­reiðamenn skiptimiða og geta tekið næstu ferð á eft­ir.

 

Hlaupahjól eru leyfileg í vögnunum, stranglega bannað er að stíga á hlaupahjól inni í vögnunum, ef farþegi verður uppvís af því er vagnstjóra heimilt að vísa viðkomandi úr vagninum. Það sama á við um línuskauta, ekki er leyfilegt að vera á línu- eða hjólaskautum inni í vögnunum.

 

Viðskiptavinir eru beðnir um að vera ekki með vörur eða farangur meðferðis sem valdið geta óþrifnaði og/eða óþægindum fyrir aðra farþega. Þetta á meðal annars við um einnota umbúðir til endurvinnslu, sem eru ekki heimilar í vögnum Strætó bs.

 

Öll neysla matvæla er bönnuð í vögnum Strætó.

 

Reykingar eru bannaðar í Strætó.

 

Rafsígaréttur eru bannaðar í Strætó.

 

Gæludýr eru ekki heimil, gildir þá einu hvort þeir eru í sérstökum búrum fyrir gæludýr eða ekki. 

Sérþjálfaðir og sérmerktir blindrahundar eru undanskildir.

 

 

Strætó er ekki heimilt að flytja pakka og vagnstjórum er ekki heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum. 

Strætó bS

Þönglabakka 4 | Pósthólf 9140 | 109 Reykjavík | Sími 540 2700 | Fax 581 4626 | thjonustver@straeto.is 

bottom of page