
Frá - skrifa eða valdu stað á korti
Til - skrifa eða veldu stað á korti
Leita

Hvað má fara með í strætó og hvað má ekki?
Heimilt er að ferðast með barnavagna og barnakerrur í vögnum strætó, meðan (og ef) rými leyfir.
Reiðhjól eru einnig leyfileg meðan (og ef) rými leyfir.
Barnavagnar og hjólastólar hafa forgang og geta hjólreiðamenn þá átt það á hættu að vera vísað úr vagninum með hjól sín.
Ef ekki er pláss fyrir hjólið þegar vagnar eða hjólastólar koma inn fá hjólreiðamenn skiptimiða og geta tekið næstu ferð á eftir.
Hlaupahjól eru leyfileg í vögnunum, stranglega bannað er að stíga á hlaupahjól inni í vögnunum, ef farþegi verður uppvís af því er vagnstjóra heimilt að vísa viðkomandi úr vagninum. Það sama á við um línuskauta, ekki er leyfilegt að vera á línu- eða hjólaskautum inni í vögnunum.
Viðskiptavinir eru beðnir um að vera ekki með vörur eða farangur meðferðis sem valdið geta óþrifnaði og/eða óþægindum fyrir aðra farþega. Þetta á meðal annars við um einnota umbúðir til endurvinnslu, sem eru ekki heimilar í vögnum Strætó bs.
Öll neysla matvæla er bönnuð í vögnum Strætó.
Reykingar eru bannaðar í Strætó.
Rafsígaréttur eru bannaðar í Strætó.
Gæludýr eru ekki heimil, gildir þá einu hvort þeir eru í sérstökum búrum fyrir gæludýr eða ekki.
Sérþjálfaðir og sérmerktir blindrahundar eru undanskildir.
Strætó er ekki heimilt að flytja pakka og vagnstjórum er ekki heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum.