top of page

Saga Strætó

Strætó bs. hóf starfsemi hinn 1. júlí 2001 og tók við verkefnum SVR og AV. Þessi tvö fyrirtæki sinntu áður almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu; SVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, en AV í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi.

Saga almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu nær aftur til ársins 1931. Það ár var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofnað. Fyrsta ferðin var farin 31. október það ár. Fyrstu árin var reksturinn á höndum hlutafélagsins, en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn.

 

Hlutverk, stefna og framtíðarsýn

Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Meginhlutverk byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem samlaginu er sett og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara.

Stefna byggðasamlagsins er að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina sinna, efla almenningssamgöngur og auka hagkvæmni þeirra.

Framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.

Þessu verður aðeins náð með því að byggja upp og reka víðtækt en þéttriðið leiðakerfi og beina auðlindum okkar að því að mæta eftirspurn þar sem hennar er hvað mest þörf. Við gerum okkur ennfremur grein fyrir því að við verðum að bæta upplýsingaflæði og bjóða upp á gæði sem gerir kröfur um hátt þjónustustig, forgang í umferðinni, þægindi og öryggi.

 

 

Strætó bs.
Þönglabakka 4
Pósthólf 9140, 109 Reykjavík
Sími: 540 2700
Kt. 500501-3160
Vsk.nr.: 72387

 

Strætó bS

Þönglabakka 4 | Pósthólf 9140 | 109 Reykjavík | Sími 540 2700 | Fax 581 4626 | thjonustver@straeto.is 

bottom of page